Samhjálp
Samhjálp
Samhjálp

Umsjónarmaður fasteigna

Samhjálp leitar að laghentum aðila til að sjá um almennt viðhald og vinnu í kringum fasteignir á vegum samtakanna. Starfsstöð er í Hlaðgerðarkoti Mosfelldal en starfsstöðvar eru á fleiri stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Viðkomandi sinnir störfum sem snúa að viðhaldi, endurbótum og nýbyggingum. Mikilvægt er að viðkomandi geti unnið sjálfstætt og hafi góða almenna kunnáttu á iðnaðarvinnu og viðhaldi húseigna.

Starfsemi Samhjálpar byggir á góðum grunni og kærleiksanda þar sem unnið er að málefnum fólks sem meðal annars glímir við áfengis- og vímuefnaröskun auk þess sem Kaffistofa Samhjálpar sinnir fólki sem á við vanda að stríða vegna fátæktar og félagslegrar einangrunar. Það er því mikilvægt að umsækjendur búi yfir góðri samskiptahæfni og gildum sem falla vel að starfseminni. Virðing, heiðarleiki, lausnarmiðun og jákvæðni eru gildi sem skipta okkur miklu máli. Í boði er skemmtileg vinna á gefandi vinnustað og þátttaka í að efla gott starf. Starfið er hlutastarf, vinnutími getur verið sveigjanlegur. Verkefni tengjast öllum starfstöðvum Samhjálpar en starssaðstaða og stærsti hluti starfsins fer fram í Hlaðgerðarkoti sem er fallegur staður í Mosfellsdal þar sem starfrækt er mötuneyti sem viðkomandi getur nýtt sér.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Valdimar Þór Svavarsson framkvæmdastjóri samtakanna. Hægt er að senda fyrirspurn á framkvaemdastjori@samhjalp.is

Helstu verkefni og ábyrgð

Endurbætur, viðhald, nýbyggingar og ýmis tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

Góð þekking á iðnaðarstörfum, endurbótum og almennu viðhaldi. Jákvæðni, sjálfstæði og mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum.

Fríðindi í starfi

Matur yfir daginn

Auglýsing stofnuð3. maí 2024
Umsóknarfrestur14. júní 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Hlaðgerðarkot 124721, 271 Mosfellsbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.HandlagniPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MálningarvinnaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Smíðar
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar