Eyjafjarðarsveit
Eyjafjarðarsveit
Eyjafjarðarsveit

Sumarstarf, ein staða konu í Íþróttamiðstöð Eyjafj.sveitar

Um er að ræða eina stöðu konu til sumarafleysinga við íþróttamiðstöðina í Eyjafjarðarsveit um 10km frá Akureyri.

Um er að ræða vaktavinnu í afar líflegu og skemmtilegu vinnuumhverfi.

Laun eru skv. kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambandsins.

Skv. starfsánægjukönnun sem gerð var meðal sumarstarfsfólks 2023 kom eftir farandi í ljós:

· Allir sumarstarfsmenn voru ánægðir eða frekar ánægðir með þjálfun sem þeir fengu til að sinna sínu starfi.

· Allir sumarstarfsmenn voru ánægðir eða frekar ánægðir með vinnuna heilt yfir.

· Allir sumarstarfsmenn voru sammála eða frekar sammála um að mæla með vinnustaðnum við aðra.

Helstu verkefni og ábyrgð

·         Öryggisgæsla í sundlaug

·         Þjónusta við viðskiptavini íþróttamiðstöðvar og tjaldsvæðis

·         Þrif á húsnæði og útisvæði

·         Afgreiðsla

Menntunar- og hæfniskröfur

·         Vera orðin 18 ára

·         Geta staðist hæfnispróf sundstaða skv. reglugerð um öryggi á sundstöðum

·         Hafa gott vald á íslensku og ensku

·         Hafa góða athyglisgáfu

·         Vera sjálfstæð í vinnubrögðum

·         Geta sýnt yfirvegun undir álagi

·         Hafa ríka þjónustulund

·         Vera stundvís

·         Vera jákvæð

·         Hafa hreint sakavottorð

Fríðindi í starfi

Aðgangur að líkamsrækt og sundlaug

Auglýsing stofnuð22. apríl 2024
Umsóknarfrestur10. maí 2024
Laun (á mánuði)490.000 - 520.000 kr.
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Skólatröð 9, 605 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfgreiðslaPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar