Félagsstofnun stúdenta
Félagsstofnun stúdenta
Félagsstofnun stúdenta

Sumarstarf - bílstjóri og aðstoðarmaður við þrif

Við leitum að aðila til afleysingastarfa í sumar hjá Félagsstofnun stúdenta. Starfið er tvíþætt. Annars vegar verkefni bílstjóra sem sér um alla útkeyrslu hjá FS á sendibíl. Hins vegar verkefni sem tengjast almennu viðhaldi og eftirliti með sameign fasteigna Stúdentagarða og annarra eininga innan Félagsstofnunar stúdenta, eftir því sem við á. Jafnframt sér viðkomandi um þrif á íbúðum auk annarra starfa.

Helstu verkefni

  • Allur akstur fyrir veitingasölu og Bóksölu stúdenta
  • Sendiferðir fyrir iðnaðarmenn stúdentagarða
  • Innkaup í samstarfi við matráða leikskóla FS
  • Þrif og góð umgengni um bifreið
  • Almenn störf við viðhald og þrif fasteigna
  • Tilfallandi þrif
  • Eftirlit með sorpgeymslum
  • Ferðir með sorp, eftir þörfum
  • Eftirlit með umgengni íbúa Stúdentagarða á lóðum og sameign
  • Sendiferðir á sendibíl iðnaðarmanna
  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur (persónueiginlegar og þekking)

  • Ökupróf
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Hæfni til að geta unnið undir álagi
  • Þolinmæði og þjónustulund
  • Skipulagshæfni
  • Stundvísi og reglusemi
  • Góð íslensku- og enskukunnátta

Um fullt starf er að ræða frá 1. júní til 31. ágúst. Þeir umsækjendur ganga fyrir sem geta unnið starfstímann samfellt, þ.e. taka ekki sumarfrí á ráðningartíma. Nánari upplýsingar um starfið veitir Baldur S. Gunnarsson í gegnum tölvupóst baldur@fs.is

Auglýsing stofnuð2. maí 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Sæmundargata 4-10 4R, 101 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar