Tick CAD ehf
Tick CAD ehf
Tick CAD ehf

Kraftmikill söluráðgjafi

Við erum að leita eftir ráðgjafa til að selja hug- og vélbúnaðarlausnir sem eru mikið notaðar í iðnaði, bygginga- og framleiðsluiðnaði, þessar lausnir eru einnig notaðar víða annarsstaðar.

Starfsemi okkar byggist á sölu og þjónustu á Autodesk lausnum (AutoCAD, Inventor, Revit o.fl.), Bluebeam og okkar eigin lausnum, Tick Tool. Svo seljum við og þjónustum þrívíddar (3D), skannlausnir, leysi- og myndskönnun (laser/digital twins), frá Leica og Matterport.

Hafir þú reynslu af sölu eða ráðgjöf á lausnum til viðskiptavina nú eða brennandi áhuga og vilja til að læra þá höfum við áhuga á að hitta þig.

Tick Cad ehf. er rótgróið, stofnað 1998, lítið en ört vaxandi fyrirtæki með starfsemi á Íslandi og Danmörku.

Tick Cad býður upp á spennandi

· tækifæri til að hafa áhrif á og móta starfsemi fyrirtækisins

· tækifæri til að nýta þína reynslu, þekkingu og eldhug til að finna og búa til nýjungar

· tækifæri til að vinna að margskonar verkefnum

· fjölskylduvænan vinnustað

· samstarf milli landa

Við leitum að heilsteyptum og kraft miklum aðila sem vill vinna að krefjandi verkefnum og ná árangri. Hefur reynslu af samstarfi innan sem utan fyrirtækis og hópavinnu.

Það er mikilvægt að viðkomandi hafi góð tök á íslensku og ensku, kostur að hafa tök á dönsku. Þarf að geta tjáð sig, í rituðu og töluð máli, á íslensku og ensku.

Helstu verkefni og ábyrgð

Sala og þjónusta á Autodesk lausnum (AutoCAD, Inventor, Revit o.fl.), Bluebeam og okkar eigin lausnum, Tick Tool.

Menntunar- og hæfniskröfur

Það er mikilvægt að viðkomandi hafi góð tök á íslensku og ensku, kostur að hafa tök á dönsku. Þarf að geta tjáð sig, í rituðu og töluð máli, á íslensku og ensku.

Auglýsing stofnuð3. maí 2024
Umsóknarfrestur24. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
DanskaDanskaMeðalhæfni
Staðsetning
Suðurhraun 12C, 210 Garðabær
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar