KPMG á Íslandi
KPMG á Íslandi
KPMG á Íslandi

Faglegur verkefnastjóri

KPMG er alþjóðlegt fyrirtæki sem býður upp á frábær tækifæri til starfsþróunar í sveigjanlegu og fjölbreyttu vinnuumhverfi. Hjá KPMG á Íslandi starfa um 320 einstaklingar á 15 skrifstofum um land allt með fjölbreytta menntun og reynslu sem þjónusta viðskiptavini í einka- og opinbera geiranum af öllum stærðum og gerðum. Vegna ört vaxandi verkefnastöðu leitum við nú að öflugum verkefnastjóra til starfa í teymi Stafrænnar ráðgjafar

Faglegur verkefnastjóri

Við leitum að tæknilega sterkum verkefnastjóra til þess að leiða stafræn verkefni fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina KPMG á sviði upplýsingatækni. Viðkomandi þarf að búa yfir skipulagshæfni og hafa einstaklega gott lag á að vinna með mörgum ólíkum aðilum.

Dæmi um verkefni og ábyrgð:

  • Leiða og verkefnastýra verkefnum .s.s þarfagreiningar, innleiðingar- og breytingarstjórnunarverkefnum á sviði upplýsingatækni fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina.

  • Veita stjórnendum og öðrum hagsmunaaðilum reglulegar upplýsingar og skýringar varðandi framgang og árangur verkefna.

Hæfniskröfur:

  • Nám eða vottun tengt verkefnastjórnun, t.d. MPM, IPMA, Prince2 er nauðsynlegt ásamt starfsreynsla sem nýtist.

  • Skilningur á þróunar-, útgáfu-, og rekstrarferlum stafrænna lausna og verkefna.

  • Þekking og reynsla af Agile aðferðum og vinnubrögðum.

  • Reynsla og þekking á breytingastjórnun og stjórnun teyma.

  • Þekking og reynsla af Microsoft lausnum kostur.

  • Reynsla af hugbúnaðarþróun kostur.

  • Mjög gott vald á íslensku og ensku bæði í ræði og riti er skilyrði.

Í samræmi við markmið okkar í jafnréttismálum hvetjum við allt fólk til að sækja um óháð kyni.


Að vinna hjá KPMG

Okkar markmið er að vera eftirsóknarverður og framúrskarandi vinnustaður fyrir fjölbreyttan hóp af fólki. Við leggjum því mikla áherslu á að bjóða upp á heilbrigt og hvetjandi starfsumhverfi þar sem starfsfólk hefur tækifæri til að vaxa og dafna í starfi. Við náum árangri saman með því að hafa traust, sveigjanleika og góð samskipti að leiðarljósi á vinnustaðnum.


Nokkur dæmi um kosti þess að vinna hjá KPMG:


  • Fjölbreytt verkefni og tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á viðskiptavini og samfélagið.

  • Frábær tækifæri til að læra af og starfa með leiðandi sérfræðingum hjá KPMG hérlendis og erlendis.

  • Markvisst starfsþróunarkerfi og öflugt fræðslustarf.

  • Fyrsta flokks mötuneyti í Borgartúni með fjölbreyttu og hollu fæði.

  • Heilsueflandi vinnustaður, t.d. er Bootcamp í boði tvisvar í viku í Borgartúni, hlaupaklúbbur, fjallgönguklúbbur, golfklúbbur, vikulegur fótbolti og fleira.

  • Aðgangur að heilsustyrk, samgöngustyrk og styrk fyrir tímum hjá sálfræðingi.

  • Sveigjanleiki til að vinna frá mismunandi skrifstofum og að heiman þegar við á.

  • Einn launaður dagur á ári til sjálfboðavinnu.

  • Og margt fleira.


Umsóknarfrestur er til og með 1. maí 2024

Stefnt er að því að taka á móti nýjum verkefnastjóra um miðjan ágúst 2024.

Umsóknir ásamt ferilskrá og kynningarbréfi óskast fylltar út á heimasíðu KPMG (sækja um hér til hliðar). Nánari upplýsingar veitir Hildur Steinþórsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum á hsteinthorsdottir@kpmg.is.

Auglýsing stofnuð19. apríl 2024
Umsóknarfrestur1. maí 2024
Staðsetning
Borgartún 27, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar